Pakistan - Grunnbúðir K2

Í Norðaustur hluta Himalaya fjallgarðsins er eitt mikilfenglegasta fjallasvæði jarðar, Karakorum.  Hvergi er meiri þéttleiki 8.000m fjallstinda og jöklar hvergi lengri utan heimskautana.
Það er ekki aðeins risinn K2, heldur óteljandi hvassir granít tindar sem prýða þetta einstaka svæði.  
Ganga í grunnbúðir K2 er erfið, í mikilli hæð og flokkast frekar sem leiðangur heldur en hefðbundið “trek” eða ganga.
Farinn er hringur, gengið inn Baltoro jökulinn og yfir Gondogoro La skarðið, nærri 5.600 m hátt niður í fallegan Hushe dalinn. 

Dagsetning: 23. júlí til 12. ágúst 2027.
Leiðsögumaður er Leifur Örn Svavarsson.
Verð ferðar: 860.000 kr, miðað við 2 í herbergi á hótelum.
Fjöldi í ferð: 8-14 manns.

Um ferðina: Gangan er 14 dagar en á þeim tíma er einn hvíldardagur og tveir stuttir dagar þar sem gengið er fram að hádegi, tækifæri gefst þá til hvíldar og það tryggir einnig betri hæðaraðlögun.  
Á fundi fyrir brottför förum við yfir helstu tinda og miðlum upplýsingum til þátttakenda, en það er gaman að vera búin að kynna sér heiti og sögu mikilfenglega fjallanna sem við göngum undir.
Úr Concordia tjaldbúðum sjáum við fyrst K2, en búðirnar eru umluktar háum bröttum fjöllum sem teygja sig um og yfir 8.000 metra.
Komið er í grunnbúðir K2 á þeim tíma sem flestir leiðangra áætla að vera að toppa fjallið. Við munum heimsækja búðir fjallgöngumanna og fylgjast með hvernig gengur í þeirri erfiðu og hættulega viðureing.    
Ef að vel tekst til þá munum við ganga hring, fara yfir Gondogoro La skarðið og niður í fallegan Hushe dalinn. Það er góð tilfinning að koma aftur í gróður og lækjarnið eftir hrikalega jökulauðn Concordia.  
Það er gaman að ganga um fjallaþorpin Askole og Hushe.  Sjá daglegt líf heimamanna og fræðast um sögu þeirra, menningu og lifnaðarhætti. Margir af frægustu leiðsögumönnum Pakistan eru frá þessum þorpum, menn sem hafa í áranna rás aðstoðað leiðangra upp á hæstu og erfiðustu tinda veraldar.
Eftir gönguna eru 2 nætur á hóteli í Skardu, en það er einnig aukadagur ef að tafir verða á göngunni. Í lokin er nótt á góðu hóteli í Islamabad, en skoðunarferð um borgina getur þurft að víkja ef tafir verða á flugi eða aðrar ástæður muni leiða til seinkunnar. Ferðalagið í heild tekur því 3 vikur.

Gist er í tjaldi í gönguhluta ferðarinnar. Verður eldhústjald og klósett tjald eins og best verður við komið. Farangur er fluttur á milli tjaldsvæða og gengið er með léttan dagpoka. Ferðalagið krefst góðs útbúnaðar, sambærilegum á við göngu í grunnbúðir Everest eða á Kilimanjaro. Ekki er þörf á sérhæfðum leiðangurs útbúnaði eins og einagruðum háfjallaskóm. Þátttakendur fá útbúnaðarlista og á fundi fyrir brottför verður farið vel yfir útbúnað og þær aðstæður sem búast má við.  

Erfiðleikar ferðarinnar: Þetta er einstakt ferðalag, ein fallegasta ganga sem hægt er að fara, en erfið. Í byrjun göngu getur hitinn verið göngumönnum erfiður og nauðsynlegt að verja sig vel fyrir sterkri sólinni.  Þegar ofar dregur er hitamunur mikill, heitt í sólinni á daginn en kólnar hratt í skugga og á nóttunni. Veður getur breyst hratt og við getum átt von á rigningu eða snjókomu seinnipart dags eftir bjartan morgun.
Hluti göngunnar er um grófar skriður og jökulurð. Gangan yfir Gondogoro La skarðið er erfið og líkari fjallgöngu í mikilli hæð heldur en skarði. Niðurleiðin úr skarðinu er brött þar sem fylgt er öryggislínu niður bratta hlíð.  

Farið verður vel yfir útbúnað í útbúnaðarlista fyrir ferðina og á fundi fyrir brottför.

Forkröfur: Æskilegt er að þátttakendur hafi áður farið í göngu um “þriðja heiminn”, t.d. Marokkó, Afríku eða Nepal. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi áður gengið í hæð og átti sig á að það er margt sem getur farið úrskeiðis í leiðangri sem þessum. Hafa verður í huga að komi til veikinda á leiðinni þá er ekki ráðlegt að leggja í Gondogoro skarðið, en frá Confluencia er 4-5 daga gangur til baka til Askole.
Ef til þess kemur að einhver þurfi að snúa við þá er gott að hjón og ferðafélagar haldi saman. Gangan verður engu að síður mikilfengleg.

Dagskrá ferðar:

Dagur 0 - Flogið frá Íslandi.

Dagur 1 - Islamabad.
Lent í Islamabad þar sem tekið er á móti hópnum og ekið á hótel. 
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 2 - Flogið frá Islamabad til Skardu, (2.500m).
Flogið frá Islamabad til Skardu 2.500m.  Verði flugið fellt niður þá er langt og erfitt ferðalag upp Indus dalinn og til Skardu.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 3 - Ekið frá Skardu til Askole (3.000m).
Ekið um torfæran veg frá Skardu til Askole (3.000).
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.

Dagur 4 - 17 - Genginn hringur um Karakoran fjallgarðinn.
Við göngum að og svo upp með Baltoro jöklinum. Strax í byrjun göngunnar rísa hvassir fjallatindarnir yfir 3.000 m upp af dalbotninum og þarna eru hæstu klettaveggir heims.
Eftir því sem ofar dregur hækka fjöllin og upp af Concordia tjaldbúðunum eru fjórir tindar yfir 8.000 metra og það vantar ekki mikið upp á þá tölu hjá nokkrum í viðbót.
Við gistum í grunnbúðum Broad Peak og göngum í grunnbúðir K2. Við förum yfir 5.600 m hátt Gondogoro La skarðið og niður fallegan Hushe dalinn.
Á þessum hálfa mánuði er einn hvíldardagur og tveir styttri dagar þar sem við göngum fram að hádegi. Það er jöfn hækkun á milli tjaldstæða og góð hæðaraðlögun.
Við skráningu í ferðina sendum við nákvæmari lýsingu á hverjum göngudegi.
Gist í tjaldi, fullt fæði innifalið.

Dagur 18- Akstur frá Hushe til Skardu.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 19 - Aukadagur í Skardu og um leið varadagur fyrir gönguna.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 20 - Flug frá Skardu til Islamabad.
Gist í 2ja manna herbergjum með morgunverði, kvöldverður á eigin vegum.

Dagur 21 - Flug frá Islamabad 12. ágúst 2027.

Ferðaskilmálar:  Ganga í hæð getur verið lífshættuleg.  Fararstjóri áskilur sér rétt til þess að snúa þátttakendum við á hvaða tímapunkti ferðar sem er. 
Þátttakendur sem ákveða að taka þátt í ferðinni gangast við þeim skilmálum

Innifalið í verði:
Undirbúningsfundur með leiðsögumanni fyrir brottför.
Íslensk leiðsögn.
Reyndur enskumælandi staðarleiðsögumaður.
Fundur fyrir brottför, viðmiðunar flugleið fyrir hópinn og útbúnaðarlisti.
Akstur til og frá flugvelli í Islamabad.
Gisting á góðu hóteli með morgunmat í Islamabat við komu og í lok ferðar.
Gisting á góðu hóteli með morgunmat í Skardu eina nótt við komu og 2 nætur eftir göngu.
Innanlandsflug til og frá Skardu.
Akstur á fjórhjóladrifnum bílum frá Skardu til Askol.
Akstur á fjórhjóladrifnum bílum frá Hushe til Skardu.
Pakistanskir aðstoðarleiðsögumenn og burðarmenn.
Tryggingar staðarleiðsögumanna og burðarmanna.
Tjöld, eldhústjöld, klósett tjald og annar sameiginlegur viðlegubúnaður í göngunni.
Flutningur á sameiginlegum og persónulegum farangri í göngunni.
Tveggja manna svefntjöld í göngunni.
Allur matur í göngunni.
Sérhæfð lyfjakista og gervihnattasími.

Ekki innifalið í verði:
Flug til og frá Pakistan.
Vegabréfsáritun til Pakistan.
Matur meðan dvalið er í Skardu og Islamabad, annar en morgunverður.
Þjórfé til heimamanna.
Ferðatryggingar.
Kostnaður sem til fellur þurfi þátttakandi að hætta í ferðinni.
Hægt er að vera ein í hótelherbergjum og í tjaldi gegn viðbótargjaldi. 

Ferðaskilmálar:  Ganga í hæð getur verið lífshættuleg.  Fararstjóri áskilur sér rétt til þess að snúa þátttakendum við á hvaða tímapunkti ferðar sem er. 
Þátttakendur sem ákveða að taka þátt í ferðinni gangast við þeim skilmálum

Bókun ferðar:
Hægt er að bóka ferðina með því að senda póst á info@slod.is og greiða í framhaldi af því 100.000 kr staðfestingargjald.
Staðfestingargjald er að fullu endurgreitt ef fella þarf niður ferðina.
Lokagreiðsla er innheimt 2 mánuðum fyrir ferð.